top of page

Einar Beinteins ehf.

Við leggjum/seljum gólf- og veggefni
Veggfóður

Við bjóðum upp á

dúkalagnir

Linoleum

Vinyldúkar

Vinylflísar

Veggdúkar

teppalagnir

Teppaflísar

Teppi á stigahús

Teppi á heimahús

veggfóðrun

Veggfóðrun

Veggfóðurssala

strigastrekking

Strigastrekking

Viðgerðir í gömlum húsum

flotspörtlun

Flotun á gólfum undir gólfdúka, parket og fleira

Örlítið um okkur

Einar Beinteins ehf. byggir á þriggja kynslóða reynslu í veggfóðrun og dúkalögn, en afi minn, Ásgeir Valur Einarsson, hóf nám í veggfóðrun og dúkalögn hjá Sveinbirni Ögmundssyni árið 1928.

Á árunum í kringum 1930 og fram eftir öldinni var mikið veggfóðrað og oft voru veggir klæddir með hessían striga sem var strengdur á veggi horn í horn og pappír límdur yfir, en því næst var málað eða veggfóðrað yfir. Hessían striginn var mikið notaður til að klæða innveggi í timburhúsunum sem þá voru mjög algeng. Einnig eru dæmi um að hann hafi verið notaður sem klæðning yfir timburveggi í steinhúsum. Gólfefni voru undantekningalaust linoleum. Á þessum árum var ekki algengt að iðnaðarmenn hefðu bíla til afnota. Afi minn fór t.d. um bæinn á reiðhjóli með límfötuna á stýrinu og verkfærin á bögglaberanum og veggfóðraði og dúkalagði fyrir bæjarbúa.

Faðir minn, Beinteinn Ásgeirsson, hóf svo nám hjá föður sínum árið 1947 og starfaði í faginu í 57 ár eða þar til hann hætti störfum um áramótin 2004.  Hann rak um árabil fyrirtækið Dúkó sf.

Ég hóf svo að læra fagið árið 1977, en þar áður hafði ég unnið töluvert með skólanum, bæði með afa og pabba. Ég fékk meistararéttindi árið 1988 og hef starfað sjálfstætt síðan. Ég er þriðji ættliður í þessari iðngrein og tel mig búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði gólf og veggefna.

Ég hef reynslu af gömlum og nýjum vinnuaðferðum og efnum sem spanna 76 ár í sögu veggfóðrunar og dúklagninga.

Einar Beinteinsson
Dúklagninga- og veggfóðrarameistari

890049.jpg
bottom of page