top of page

Þjónusta

Dúkalagnir

Leggja má línoleum nánast á hvaða flöt sem er, nema þar sem votrými, eru svo sem á baðherbergjum eða sturtum . Einnig ber að hafa í huga að rými þar sem gengið er beint inn af götu þar sem bleyta getur borist inn, er ekki hentugt að leggja línóleum á því að stöðug bleyta getur haft slæm áhrif á dúkinn. 


Þegar um votrými er að ræða er dúkurinn beygður upp á vegginn í heilu lagi og samskeyti soðin saman með suðuþræði sem er samlitur gólfdúknum svo að gólfið verði vatnshelt.

Teppalagnir

Teppi eru gjarnan notuð á skrifstofur, heimili og stigaganga. Ekki hentar að leggja teppi á fleti þar sem hætta er á bleytu svo sem í eldhúsum eða á baðherbergjum.

Veggfóðrun

Veggfóður er veggklæðning sem er til í mörgum mismunandi efnum t.d. pappa, vínyl eða fiberstriga. Möguleikarnir með veggfóðri eru margir og það fer eftir því hvar skal veggfóðra hvort velja eigi vínyl eða pappír. Ef um mjög óslétta veggi er að ræða, er veggfóðrað með pappaundirlagi áður en sjálft veggfóðrið er límt á vegginn til þess að fá fallega slétta áferð á veggina.

Ath. að fjarlægja veggfóður er lítið mál. Svo er alltaf hægt að leggja eða mála yfir það.

Strigalögn

Striginn er strengdur horna á milli á timburveggi og í loft. Hann má aðeins festa í kantana svo að hann verði fljótandi á veggnum. Þegar búið er að strengja strigann, er límdur gólfpappi í hornin sem síðan er grunnaður með olíumálningu og spartlaður út. Næst er maskínupappír límdur á strigann með hveitilími og þegar pappírinn er þurr verður að olíugrunna hann.

Flotspörslun

Flotspörslun er framkvæmd þegar þörf er á að slétta gólf eða rétta af áður en gólfefni er lagt á. Þetta er nauðsynlegt svo að misfellur í gólfi komi ekki upp í gegn um gólfefnið sem liggja skal á gólfinu.

Í sumum tilfellum getur verið nauðsynlegt að rétta gólf af svo að húsgögn, heimilistæki eða innréttingar standi rétt. Þegar um holur eða stærri misfellur er að ræða er gert við gólfið með viðgerðarefni áður en flotefnið er lagt.

Bón

Við tökum að okkur að þrífa og bóna gömul og nýlögð gólf. Við höfum þekkinguna á því hvernig efni skal nota og hvernig viðhaldi skal háttað þannig að gólfin haldi sér eins og ný.

bottom of page